Bjór getur bjargað mannslífi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Hestar, Mannlíf, Lokað efni
30.08.2025
kl. 12.15
Eitt sérkennilegasta bæjarnafn á Íslandi er Íbishóll. Gömul kenning er að upphaflega hafi bærinn heitið Íbeitishóll á þeim forsendum að gott hafi verið að beita í landið. Önnur kenning, nokkuð langsótt, er að jörðin sé kennd við Íbis fuglinn en hann reyndar finnst ekki á Íslandi en er þekktur meðal annars á Spáni. Ekki svo gömul kenning er að þetta sé komið úr latínu en Ibis mun þýða uppspretta en margar vatnsuppsprettur eru á Íbishóli. Hvort eitthvað af þessu er rétt er aukaatriði því blaðamaður Feykis er kominn í Íbishól til að spjalla við Magnús Braga Magnússon hrossabónda og lífskúnstner sem þar býr ásamt sambýliskonu sinni Maríu Ósk Ómarsdóttur og syni hennar Ómari.
Meira